Tvítakta eða Bi-modal, hvað þýðir það?

Hvað er tvítakta eða Bi-modal IT?

Allar tölvudeildir þurfa að gæta að jafnvæginu á milli nýsköpunar og rekstraröryggis. Of mikil nýsköpun ógnar stöðugleikanum og rekstraröryggi fyrirtækisins á meðan of mikil áhersla á rekstraröryggi ógnar nýsköpuninni. Án nýsköpunar getur fyrirtækið ekki þróast og aflað sér nýrra viðskiptavina, en án rekstraröryggis getur fyrirtækið ekki viðhaldið stöðugu þjónustustigi en það  getur kostað það viðskiptavini.

Bi-modal IT, eða tvítakta upplýsingatækni er hugtak sett fram af Gartner árið 2014. Sérfræðingar Gartner settu fram þá tilgátu að upplýsingatæknideildir framtíðarinnar verði í tveim mismunandi útgáfum. Fyrri útgáfan, hefðbundin upplýsingatækni, hafi stöðugleika og skilvirkni að markmiði á meðan seinni útgáfan er tilraunakennd, kvik deild sem einblínir á stuttan tíma á markað, hraða þróun og fyrst og fremst þétt samstarf við viðskiptahlið fyrirtækisins. Bo-modal

Sérfræðingar Gartner settu fram tilgátuna um Bi-modal IT, sem er í raun forskrift að skipulagi tölvudeilda frekar en eitthvað annað. En hvað felst nákvæmlega í tillögunni

Fyrri leiðin, mode 1 eða 1. taktur

Við þekkjum öll hefðbundnar tölvudeildir sem eru reknar eftir hefðbundnum ITSM ferlum, með Incident Management, Change Management og fleiri ferla sem miða að því að tryggja rekstraröryggi umhverfisins, stýra fjárfestingum og verja kjarnakerfi fyrir of áhættusömum breytingum. Með því að skilgreina hluta af upplýsingatæknisviðinu sem 1. takt eða Mode 1 býr CIO inn til andrými fyrir starfsfólkið sem getur þá einbeitt sér að því sem skiptir það máli, skilvirkni og öruggur rekstur upplýsingatæknikerfanna.

Seinni leiðin, mode 2 eða 2. taktur

Með því að skilgreina hluta af upplýsingatæknisviðinu sem 2. takt eða Mode 2 býr CIO inn til tíma og auðlindir til að sinna nýsköpun og nýþróun. Starfsmenn sem áður voru bundnir í rekstri og viðhaldi eldri kjarnakerfa hafa nú verið losaðir og geta betur sinnt nýþróun. Verkefni 2. takts byrja oft á því að setja fram kenningu sem er prófuð og aðlöguð í ferli sem inniheldur stuttar ítranir með það mögulega að markmiði að útfæra Minimum Viable Product. (MVP).

Innleiðing

Til að innleiða Bi-modal IT þarf að breyta skipuriti upplýsingatæknideildarinnar, enda er lýsing Gartner forskrift að skipulagi. Því getur verið hentugt að nota hefðbundnar aðferðir við endurskipulagningu og fókusa á 4 víddir

Verkefni

Flokka þarf öll kerfi fyrirtækisins í takt 1 eða takt 2, einnig þarf að fara yfir alla verkefnalista og komast að því hvaða verkefni falla undir hvaða takt. Uppfæra þarf verkefnapípuna til að endurspegla þau nýju stig sem verkefnin fara í gegnum. Líta má á fjárfestingar í 2. Takt verkefnum eins og fjárfestingar hjá áhættufjárfesti, margar litlar fjárfestingar í upphafi sem svo má auka hlutaféð í þegar hugmyndirnar hafa sannað sig.

Fólk

Þegar búið er að útbúa verkefnaáætlunina er komið að því að finna rétta fólkið til að vinna verkefnin. Almennt séð getur verið gott að manna verkefnin með þverfaglegu teymi sem samanstendur af fólki með mikla þekkingu á tækni, viðskiptum og markaðs- og sölumálum. Einnig þarf að tryggja teyminu stuðning stjórnenda þar sem teymið kemur til með að vinna verkefni sem brjóta viðtekin norm í starfsemi fyrirtækisins.

Ferlar

Þrátt fyrir áhersluna á nýsköpun er nauðsynlegt að byggja upp ferla í kringum nýja skipulagið. Viðhalda þarf verkefnalista, meta arðsemi verkefna og áhættu, gefa út tilbúnar vörur og viðhalda því sem útgefið hefur verið. Einnig er mikilvægt að huga að samskiptum 1. Og 2. Takts, þar sem mismunandi áherslur og kúltúr þessara deilda mun óumflýjanlega valda núningi. Án þess að tengjast kjarnakerfum getur 2. Taktur ekki þróað nýjar vörur og þjónustur ofan á núverandi vöruframboð, en með því að tengjast kjarnakerfunum ógna verkefni 2. takts stöðuleikanum.

Tækni

Til þess að ná góðum hraða í þróun og útgáfu nýrra lausna getur verið gott að uppfæra og fjárfesta í nýrri tækni, t.d. skýjaþjónustum. Ein ástæða þess að þróunin gekk hægt áður en tvítakta aðferðin var innleidd er oft sú að starfsfólkið er að vinna með gamla tækni í seigfljótandi umhverfi þar sem hefðir gærdagsins hægja á þróun dagsins í dag. Reglur eins og viðmið um hvernig kóði er skrifaður, hefðbundnar skorður á hugbúnaðararkitektúr og jafnvel úreld og gamlir tölvusalir geta dregið úr hraða.

Að lokum

Innleiðing á nýju skipulagi er alltaf breytingaverkefni. Við innleiðingu á tvítakta (e. Bimodal) þarf að uppfæra verklag, breyta kúltúr, innleiða ný stjórnkerfi, meta færni fólks og jafnvel uppfæra þekkingu fyrirtækisins. Endurskipulagningar fyrirtækja geta gert meira ógagn en gagn ef ekki er rétt farið að þeim. Við hjá Coremotif höfum reynslu af því að endurskipuleggja tölvudeildir og erum áhugasamir um að setjast niður með þér og ræða það hvernig þú sérð framtíðartölvudeildina þína.