Hvað er Enterprise Architecture og af hverju er það svona mikilvægt?

Í dag er stöðug þróun í tækni, markaðsaðstæður breytast hratt og ný regluverk setja fyrirtækjum skorður. Þessi þrýstingur veldur því að fyrirtæki leggja oft af stað í stafræna umbreytingu þar sem áherslan er aðeins á tæknilegu hliðina líkt og að innleiða ný kerfi eða skipta um hugbúnað. Lausnirnar sjálfar eru oft góðar en þegar fram líða stundir kemur í ljós að aðrir þættir innan fyrirtækisins eru ekki samstilltir og erfitt getur verið að fara í frekari breytingar þar sem tengsl og samspil mismunandi þátta eru óljós.

 

Enterprise Architecture (EA) býður upp á heildræna nálgun þar sem tæknilegar ákvarðanir eru mótaðar af stefnu og viðskiptalegum þörfum fyrirtækisins. Það kortleggur núverandi starfsemi með tilliti til fólks, ferla, gagna og tækni ásamt samspili allra þessara þátta. Kostir þess að nota Enterprise Architecture eru ótal margir, það til dæmis eykur skilning og yfirsýn og  dregur þannig úr áhættu og sóun. Auk þess er fókusinn er færður á viðskiptavini og útkomur verkefna sem leiðir til bættrar þjónustu. Enterprise Architecture veitir einnig innsýn í kostnað, áhættur og ávinning mismunandi verkefna og gerir ferla skilvirkari. Allt þetta leiðir síðan til betri nýtingu fjármuna og lægri rekstrarkostnaðar. Markmið EA er í raun að ákvarða hvernig fyrirtæki geti á árangursríkan hátt náð núverandi og framtíðar markmiðum. Inntakið er stefna fyrirtækisins, þarfir viðskiptavina, reglur, eftirlit, ferlar, verklag, tækni og inniviðir. Útkoman er síðan skýr mynd af fyrirtækinu í dag, skilgreining á fyrirtæki framtíðarinnar og vegvísir hvernig á að komast þangað.

 

En hvernig virkar Enterprise Architecture? Til eru mismunandi tól til þess að útfæra EA en eitt það umsvifamesta er TOGAF aðferðafræðin (The Open Group Architectural Framework). TOGAF aðferðafræðin leiðir fyrirtæki á kerfisbundinn hátt í gegnum vel skilgreind skref til þess að hanna rétta arkitektúrinn, með þarfir hvers fyrirtækis að leiðarljósi. Hugbúnaðarþróun er samstarf margra deilda en TOGAF aðferðafræðin sér einning til þess að allar deildir séu á sömu blaðsíðu, noti sama tungumál og leysi verkefnin á skilvirkan hátt. 

TOGAF.png

Ferlið, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, skiptist upp í mismunandi verkþætti. Hver verkþáttur hefur ákveðið inntak, skilgreind skref og frálag í næsta verkþátt. Með því að fara í gegnum alla verkþættina er hægt að öðlast mismunandi sjónarhorn á þá vöru eða þjónustu sem um ræðir. Þannig er ákveðin víðsýni tryggð sem hjálpar fyrirtækjum að velja rétta leið, forgangsraða verkefnum og forðast ómarkvissar breytingar eða fjárfestingar. Ítrunum á verkþáttunum er síðan beitt eftir þörfum og til þess að aðlagast á úthugsaðan hátt þegar breytinga er þörf. Önnur leið til þess að líta á ferlið er að skipta verkþáttunum upp í eftirfarandi fasa;

Skuldbinding frá hagsmunaaðilum og skilgreining á verkefninu

·      Preliminary

·      A. Architecture Vision

Ná arkitektúrnum rétt

·      B. Business Architecture

·      C. Information Systems Architecture

·      D. Technology Architecture

Ganga úr skugga um að arkitektúrinn virki

·      E. Opportunities and Solutions

·      F. Migration Planning

·      G. Implementation Governance

Sjá til þess að heildar ferlið virki

·      H. Architecture Change Management

·      Requirements Management

Til þess að draga þetta saman má því segja að Enterprise Architecture gefi fyrirtækjum færi á að vera betur undirbúinn fyrir þær breytingar sem eru í vændum ásamt því að framkvæma breytingarnar rétt og vel. Í þessari grein hefur þó aðeins verið stiklað á stóru til þess að gefa þér hugmynd um hvað Enterprise Architecture snýst en endilega hafðu samband við okkur ef þú vilt vita meira. Við erum með TOGAF vottaða ráðgjafa sem hafa mikla reynslu í Enterprise Architecture verkefnum en hér getur þú til dæmis lesið hvernig við aðstoðuðum Íslandsbanka.