Stafræn viðskiptalíkön?

Hvar stendur fyrirtæki þitt

Tæknin er að breyta lífi okkar allra til hins betra, hún hefur áhrif í öllum atvinnugreinum. Nú eru félagsleg samskipti okkar meira að segja komin á stafrænt form, facebook, twitter, ofl ofl 1. Neytendur eru orðnir góðu vanir, þökk sé fyrirtækjum eins og Amazon og Apple. Almenningur gerir kröfu um að öll fyrirtæki geti sinnt sér á sama hátt hvað varðar hraða og óaðfinnanlega afgreiðslu. Fólk vill geta skráð sig inná notendareikning sinn á veraldarvefnum og séð rauntíma-skýrslu um notkun sína hvar og hvenær sem er. Fólk vill fá fyrirfram samþykkt á bankalánið sem það var að sækja um innan nokkurra mínútna. Mörg hefðbundin fyrirtæki geta ekki uppfyllt þessar væntingar. Frumkvöðlar fæddir á stafrænni öld geta skotið upp kollinum og gjörbreytt markaðnum með hraðri afhendingu ásamt háþróuðum reikniritum, sem geta tengst öllu milli himins og jarðar á mjög skömmum tíma. Gott nýlegt dæmi á Íslandi er ungur maður sem bjó til Þingmenn.is, sem kom eins og stormsveipur rétt fyrir kosningar, hann tók sér 40 tíma í að útbúa vefinn ásamt félögum sínum, sem sækir öll gögn sem finna má á vef Alþingis Íslands.

Almenningur krefst róttækrar breytingar á viðskiptaferlum fyrirtækja. Tengibúnaður með innsæi, alltaf tiltækur, sem býður upp á persónulega meðferð, uppfyllir alþjóðlega staðla og er villulaus með öllu. Þetta ber þó meiri ávöxt en einungis ofurnotendur með miklar kröfur, sem betur fer. Þegar fyrirtæki tekst vel til þá getur það boðið samkeppnishæfari verð vegna lægri kostnaðar, betri rekstrar og eftirliti og þar afleiðandi minni áhættu.

Til að koma til móts við kröfur viðskiptavinar þurfa fyrirtæki að bregðast við. Kostir þess að verða stafrænn eru margir; með því að stafræna upplýsingaáköf ferli (information intensive), er hægt að skera niður kostnað allt að 90% og afgreiðslutími gæti verið bættur um nokkrar stærðargráður.

En, það er erfitt að nýskapa viðskiptalíkön. Stjórnendur gera sér erfiðara fyrir með því að einblína á að finna upp róttækar uppgötvanir sem munu sprengja skalann og koma með eitthvað frábært. Þú þarft ekki að eyða núverandi viðskiptalíkani þínu. Stundum er betra að taka hænuskref til að tileinka sér nýjar breytingar, undirbúningur er lykill að stefnumótun og breytingum. Í hugum margra er smávægileg breyting ekki nýsköpun. Það leynast samt sem áður gríðarleg tækifæri í að tileinka þér stafræna tækni og nýta sér hana til að betrumbæta ferla, líkön og jafnvel nýjar vörur eða sömu vörur í öðrum búningi. Gott dæmi um þetta er Japanska tryggingafélagið Tokio Marine Holdings (TMH).

Fjöldi viðskiptavina fóru að biðja um tryggingar, ekki á ársgrundvelli heldur í mjög stuttan tíma fyrir sérstakar aðgerðir, stjórnin botnaði ekkert í þessu í fyrstu. Þáverandi söluaðferðir náðu ekki yfir þessar undarlegu beiðnir kúnnanna. Það getur verið erfitt að endurheimta kostnað af framkvæmd sem stendur aðeins yfir í nokkra daga eða viku. Farsíma og staðsetningar tækni gaf stjórnendum fyrirtækisins möguleika á að koma til móts við þessa bón kúnnans án þess að breyta kjarnastarfsemi sinni. Árið 2011 bauð TMH, í samstarfi við farsímaframleiðandan DoCoMo, viðskiptavinum sínum uppá nýjar tryggingar. One-Time vörur voru aðgengilegar í gegnum app.

App þetta býður viðskiptavini uppá mismunandi lífstíls tryggingar, s.s. skíði, golf og ferðatengdar tryggingar. Í janúar 2012 bauð fyrirtækið upp á nýja vöru One day auto insurance - ný vara sem býður notenda upp á að festa kaup á bílatryggingu í farsímanum. Þú getur þannig tryggt þig ef þú ert með bíl bróður, móður eða föður í láni.

digital-business-model-3.png

Önnur fyrirtæki nota stafræna tækni til að betrumbæta lykilþætti í viðskiptalíkani sínu. General Electric (GE) hefur haft nýsköpun sem leiðarljós í stefnu sinni frá upphafi. Fyrirtækið er nú að endurhugsa efnahagslegt líkan sitt frá því að vera leiðandi vélaframleiðandi í að vera háþróað gagnafyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnagreiningum og gagnavísindum. GE er að koma fyrir skynjurum í öllum iðnaðarvörum sínum með ct/pet skanna. Með því að nota háþróaða greiningar getur GE veitt upplýsingar í rauntíma til að auka skilvirkni, auka framleiðni og gera tímaáætlun skilvirkari með fyrirbyggjandi viðhaldi.

Með þessum nýju gögnum getur GE aðlagað viðskiptalíkön sín og verðlagninu til að sýna fram á virði sem þeir eru að skapa fyrir viðskiptavini sína. Þessi gögn eru virðisþættir sem munu auka arðsemi þjónustu þeirra, bæði fyrir viðskiptavini og þá sjálfa ásamt því að geta breytt vöruúrvali sínu. GE er að færa sig yfir í efnahagslegt líkan, sem færir fyrirtækið nær rekstri viðskiptavina sinna. Eins og áður hefur verið minnst á, þá fylgir það með í kaupbæti að þegar maður stafrænir ferla getum maður mjög auðveldlega fengið skýrslur og gögn um hvað er verið að vinna, þess vegna er mikilvægt að undirbúa stökkið vel svo maður geti tileinkað sér og komið á gæðastjórnun um leið og maður innleiðir stafræningu viðskiptaferla sína.

Gott dæmi um þetta er fyrirtækið Entravision Communicatons Corporation (ECS). Það áttaði sig á því eftir á að það sat á gulli. ECS er spænskumælandi fjölmiðlafyrirtæki með talsverð ítök á Latino markaði í Bandaríkjunum, markaður sem hefur yfir trilljón dollar í kaupmátt. Félagið var stofnað 1996, það rekur hundruði sjónvarps og útvarpsstöðvar ásamt stafrænum vettvangi. Félagið býr yfir einstökum markaðsupplýsingum um stóran hóp sem er landfræðilega dreifður yfir mjög stórt svæði. Entravision framleiddi mikið magn af bæði innri og ytri gögnum frá samningsleyfum (licence agreement), þá fóru stjórnendur að átta sig á hugsanlegu virði þessarar nýju myntar, sem notendaupplýsingar um þennan hóp eru.

Með því að nota háþróaða greiningu, fór fyrirtækið að fá vel greint hegðunarmynstur um þennan Latino markað. Eftirspurn um dýpri innsýn í Latino markaðinn uxu umfram það sem áætlað var, sem gerði það að verkum að Entravision varð enn sérhæfðari gagnagreinandi og hannar framtíðarspár með þartilgerðum reiknilíkönum fyrir kúnna sína í dag. Í kjölfar þess var Luminar hrint í framkvæmd, Luminar er fyrirtæki sem selur stórum fyrirtækjum gögn um Latino markaðinn til að geta sinnt þeim markhóp sem best, meðal viðskiptavina Luminar eru Nestlé, General Mills og Target. Félagið safnar nú og greinir gögn um fimmtán milljóna fullorðinna Bandarískra Latino-a. Fyrirtækið sem sá sig upphaflega sem útsendingar fyrirtæki, hefur nú breyst í upplýsingatæknirisa.

Það er ekki auðvelt að koma auga á tækifærin, sem felast í stafrænni umbreytingu. Það krefst mikillar forsjálni auk undirbúnings og gríðarlegs skilnings á viðfangsefninu. Stafræn umbreyting er meiriháttar tækifæri og strategísk fjárfesting, sem krefst endurnýjunar á viðskiptastefnu fyrirtækisins (business strategy). Ekki vitlaust að samhæfa Viðskiptastefnu og IT strategy til að ná samlegðaráhrifum (synergy) áður en hafist er handa. Ef rétt er staðið að verki, mun strategían skapa stefnu og grundvöll fyrir stafræna umbreytingu, sú framkvæmd kemur til móts við framtíðar gildi viðskiptavinar. Góður árangur rennur ekki endilega einungis undan rifjum nýrrar tækni, heldur þarf rétt hlutföll af tækni og hæfileikum til að reka fyrirtæki á nýjan hátt. Fyrirtæki þurfa að taka áskoruninni og grípa tækifærið og endurnýja viðskiptalíkan sitt, sem er grundvöllur fyrir stafrænni umbreytingu. Áhrifum stafrænnar umbreytingar er núþegar farið að gæta í viðskiptalífinu.

Þessar breytingar hafa áhrif á starfsumhverfi fyrirtækja. Innleiðing stafrænnar tækni er óumflýjanleg. Fyrirtæki verða að tileinka sér nýja tækni og laga viðskiptalíkön sín í takt við þarfir nútímanotandans og framtíðar kúnna sinna. Strategía er vissulega ökutæki stafrænnar umbreytingu, en það er tæknin gerir henni kleift að verða til.

Hvernig er hægt að reikna út kosti þess að gera ferla fyrirtækisins stafræna? Margir stjórnendur notast við Return on investment (ROI); sem er vinsælt verkfæri sem markaðs og söludeildir nota. Samkvæmt Mckinsey og Company þá eyða starfsmenn fyrirtækja 20% af tíma sínum að leita að innanhús upplýsingum eða að leita ráða hjá samstarfsmanni til að finna innanhúss upplýsingar; 74 mínútur á dag að reyna að ná í samstarfsmann og 69 mínútur að endurtaka samskipti frá einum til annars. Góðu fréttirnar eru að framleiðni starfsmanns er því líklegast hægt að auka 20-30% með bættum samskiptum. Það sem hægt er að mæla í stað ROI er því meðal annars:

  • Aukin sölu frammistaða
  • Aukin framleiðni per starfsmann
  • Aukið eftirlit með verðlagi
  • Aukin fjármálastjórn
  • Lægri endurskoðunar kostnaður
  • Ferlabestun ásamt betri tímastjórn

Því fleiri ferlar sem eru gerðir stafrænir, því betur festir stafræn hugsun sig í fyrirtækinu. Þetta snýst ekki einungis um að vélvæða ferla, heldur snýst þetta einnig um að nýta þá tækni sem er til og auka einnig skilvirkni ferla og veita aðgang að mikilvægum upplýsingum, alltaf. Mikilvægt er að átta sig á að stafræn umbreyting er ekki stærð sem kemur í stærðinni “one size fits all”, heldur er hún framsetning á virði sem myndast við að breyta því hvernig fyrirtækið bregst við á ferðalagi stafrænnar umbreytingar inn í framtíðina.

Fjárfestingar sem krefjast stafrænnar umbreytingar eiga því að vera reknar með umboði framkvæmdastjórans. Það að komast að arðsemi verkefnisins er áður en ráðist er í verkið getur verið ótímabært og því tímaeyðsla. Mikilvægt er þó að byrja að mæla nauðsynlega virðisþætti um leið og fjárfestingin býður uppá það, svo ekki sé um að ræða stafrænt svarthol í stað stafrænnar umbreytingu. Hættan á að fyrirtæki drepi góða hugmynd við það eitt að gera tilraunir til að reikna út arðsemina of snemma er leiðinlega há. Mikilvægt að forðast eins og heitan eldinn falinn kostnað, sem getur leynst í innleiðingunni. Við hjá Coremotif getum hjálpað þér og fyrirtæki þínu að finna nýja vinkla á því að byggja upp nauðsynlega innviði, undirbúa næstu skref inn í framtíðina og hrinda stafrænni umbreytingu af stað og tryggja þér þannig betri árangur í framtíðinni, með því að nýta hæfni og tækni fyrirtækisins á nýjan og djarfan hátt.

Aðrar áhugaverðar greinar

Gudmundur Albert Hardarson