Kostir og gallar Bi-Modal IT

Tvítakta upplýsingatækni eða Bi-Modal IT eins og sérfræðingar Gartner kalla forskrift sína að tvískiptu upplýsingatæknideildina hefur hlotið mikið lof en á sama tíma mikla gagnrýni. Upplýsingatæknideildir dagsins í dag eru í klemmu, þær eiga annarsvegar að halda öllu í gangi og á sama tíma eiga þær að leiða nýsköpun, en dreifileiðir fyrirtækja eru að verða stafrænar í síauknu mæli.

Með aukinni áherslu á nýsköpun og hlutverki hennar í framtíðarplönum fyrirtækja er upplýsingatækni ekki lengur bakvinnsluhlutur  heldur umbreytist í viðskiptalegan makker fyrirtækisins.

Vandamálið sem tvítakta aðferðin á að leysa er í kjarnann almennt það að hefðbundnar upplýsingatæknideildir geta ekki hreyft sig nógu hratt til að fylgja tækniþróuninni. Auðvitað eru undantekningar á þeirri reglu, en hefðbundnar tölvudeildir fókusa á stöðugleika í stað hraðra breytinga. Af hverju er þetta vandamál yfir höfuð? Jú, það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að hraði er vandamál þegar það kemur að tækni

Fyrri ástæðan er hröð tækniþróun sem þýðir hraðari breytingar í neyslumynstri viðskiptavina, breytingar sem samkeppnisaðilar geta nýtt sér til að auka markaðshlutdeild sína ef núverandi birgjar ná ekki að uppfylla breyttar kröfur viðskiptavina sinna

Seinni ástæðan er að þessi hraða tækniþróun gerir tækni aðgengilegri fyrir minna verð. Með tilkomu skýjalausna þurfa fyrirtæki ekki lengur að hýsa sínar eigin lausnir, harðnandi samkeppni í hugbúnaðargeiranum og aukin samkeppni skilar sér í lægri verðum sem á móti lækka þröskuldinn sem nýir aðilar þurfa að yfirstíga til að komast í gang og veita leiðandi fyrirtækjum samkeppni.

Sem sagt, breytingar í neyslumynstrum viðskiptavina og aukin samkeppni eru kraftar sem þrýsta á tölvudeildir að hreyfa sig hraðar og hraðar. Ein leið til að gera tölvudeildum kleyft að hreyfa sig hraðar og hraðar og standa vörð um rekstraröryggi og þá skilvirkni sem hún stendur fyrir er tvítakta aðferð, eða Bi-Modal IT aðferð Gartner.

Á meðal stærstu kosta Bi-modal IT eru

  • Hraði: Með því að taka frá hluta af IT deildinni þinni og fókusa henni eingöngu á nýjar lausnir nærðu mun meiri þróunarhraða en áður, skemmri tíma á markað með nýjar lausnir og meiri sveigjanleika í fjárfestingum
  • Betri stjórn á IT: Með auknum hraða minkar þörfin á að fjárfesta framhjá stjórnkerfi IT. Ósamþykkt forrit eða þjónustur ættu að heyra fortíðinni þar sem aukinn hraði þýðir að IT getur betur svarað þeim þörfum sem starfsfólk fyrirtækisins er með.
  • Nýsköpun: Það er einfaldara að fókusa á nýsköpun þegar eldri kerfi og aðferðir eru ekki að íþyngja starseminni. Þá er líka mögulegt að sinna nýsköpun án mikilla áhyggna af því að draga úr rekstraröryggi núverandi þjónusta og valda þannig fyrirtækinu fjárhagslegs skaða.
  • Sveigjanleiki: Þar sem verkefni í 2. Takt (Mode 2) eru stutt of afmörkuð, verður hægt að prófa margar mismunandi lausnir á vandamálum og velja svo þá bestu, eða jafnvel breyta stefnu fyrirtækisins án þess að þurfa að draga með sér mikið af stórum verkefnum og fjárfestingum sem hafa þá misst marks.

Á meðan Bi-modal IT hljómar vel á pappír er ekkert svo gott að það hafi enga galla.

  • Samskipti: Þegar þú skapar tvö mismunandi teymi, og felur þeim mismunandi nálgun á sama viðfangsefnið getur myndast rof á milli hópanna. Í raun ertu að búa til tvær tölvudeildir með mismunandi kúltúr og jafnvel mismunandi markmið í sama fyrirtækinu. Tryggja þarf öflug og góð samskipti á milli þessara tveggja deilda.
  • Mótþrói: Alltaf þegar breytingar eru framkvæmdar myndast mótþrói hjá þeim starfsmönnum sem breytingin hefur áhrif á. Þegar búið er að útbúa heila deild (2. Taktur) sem hefur það eitt að markmiði að breyta starfsemi fyrirtækisins mun sú deild mæta mikilli mótstöðu. Gæta þarf að því að starfsmenn séu upplýstir og studdir í að takast á við þær breytingar sem framundan eru
  • Ringulreið: Á meðan nýsköpun hljómar eins og eitthvað sem allir hafa gott af, eiga sum fyrirtæki erfitt með að sjá fyrir sér hvernig sú nýsköpun gæti í raun litið út. Þess að auki er ekki hægt að ýta á takka og setja “nýsköpunina” í gang. Því er nauðsynlegt að hafa rétta fólkið í réttu stöðunum, hugsuði og fagfólk með reynslu af nýsköpun. Einnig þarf að gæta þess að fyrirtækið fjárfestin í hagræðingu eða sókn en ekki bara tækni.
  • Gjá: Þegar upplýsingatæknisviði er skipt upp í tvo hópa kemstu fljótlega að því að umræðan fer að snúast um “við” á móti “þeim”. Ef hluti starfsmanna fer að fást við “framtíðina” liggur í augum uppi að aðrir starfsmenn eru að fást við “fortíðina”. Þess að auki geta starfsmenn sem eiga að fást við fortíðina upplifað það að fyrirtækið meti ekki vinnu þeirra að virði, og þeir sem fást við framtíðina verði einhverskonar “gullkálfar” sem fá meira hrós fyrir nýsköpunina, nýsköpun sem aldrei hefði verið hægt að sinna ef starfsmenn “fortíðarinnar” hefðu ekki tekið að sér að búa til andrými fyrir nýsköpunarhópinn.

Hefur þú skoðun á málinu? Láttu okkur endilega vita er þú ert ósammála eitthvað af því sem hér kemur fram eða langar að bæta einhverju við.

Jón Grétar Guðjónsson