Að hrinda nýsköpun í framkvæmd

Samþætting nýsköpunarstefnu og viðskiptastefnunnar þinnar

Það er mikilvægt að þróa starfsumhverfi og kúltúr sem fóstra nýsköpun. Nýsköpun er drifin áfram af fólki og fólk þarf tryggt umhverfi og kúltúr sem fóstrar hana, þar sem fólk lærir af misstökum sínum í stað þess að vera refsað, færi tækifæri til að spreyta sig ásamt því að fá viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Til að samþætta nýsköpunarstefnuna og viðskiptastefnuna þína þarf að

  • Nálgast nýsköpun á heildstæðan máta
  • Koma á sterkum samskiptarásum
  • Fóstra kúltúr nýsköpunar

Kannanir sýna að nýsköpun á sér stað þar sem leiðtogar hvetja til hennar og standa vörð um hana og stjórnendur stýra henni og keyra hana áfram. Þar sem stjórnendur tala um nýsköpun en gera ekkert í henni þrífst ekki nýsköpun (Dogson et al. 2008)

Til þess að nýsköpunarstefna skili árangri þarf hún að vera hluti af stefnu efstu stjórnenda. Með því að nota árangursmælingar og markmiðasetningu fyrir nýsköpun hjálpar stjórnendum að tengja nýsköpun við daglegt starf þeirra ásamt því að búa til umhverfi þar sem starfsfólki líður vel með að sinna nýsköpun.

Nálgast nýsköpun á heildstæðan máta

Nýsköpun er ekki takmörkuð við vöruþróun heldur inniheldur hún umbætur á viðskiptaferlum, kúltúr, viðskiptamódelum og markaðssetningu.

Til dæmis, 3M, best þekkt fyrir Post-it miða og Scotch límband, hefur þróað kúltúr nýsköpunar sem gegnsýrir allt fyrirtækið. Jafnvel uppfinningar sem verða til af slysni eru þróaðar yfir í vörur og þær seldar. Til dæmis má nefna límið sem varð til þess að Post-it miðarnir urðu til. Starfsfólk 3M eru hvött til að verja 15% af vinnutímanum sínum í verkefni að eigin vali og frumkvæði.

Þegar þú þróar nýsköpunarstefnuna þína, líttu heildstætt á fyrirtækið og á hlutaðeigandi, eins og birgja og viðskiptavini. Líttu á þá færni sem býr í starfsfólki fyrirtækisins. Spyrðu þig, er hægt að búa til betri teymi með því að sameina fólk með mismunandi nálgun á hlutina, skapandi fólk og verkfræðinga, og svo framvegis.

Koma á sterkum samskiptarásum

Samskipti innan fyrirtækisins hafa mikil áhrif á gæði nýsköpunarinnar. Tengslanet og samskiptamynstur gera fólki með mismunandi bakgrunn, þekkingu og aðferðir við að leysa vandamál kleyft að vinna saman að lausn vandamála. Kross smit hugmynda og aðferða geta skilað betri vörum og þjónustum. Nýjar hugmyndir fæða af sér fleiri nýjar hugmyndir, svo tengslanet geta búið til hringrás nýsköpunar (Barsh et al. 2008)

Þegar þú þróar nýsköpunarstefnuna hugsaðu um hvernig þú getur búið til aðstæður sem gera nýsköpun hluta af daglegum samræðum starfsmanna.

Fóstra kúltúr nýsköpunar

Kúltúr nýsköpunar býr til umhverfi þar sem starfsmenn eru hvattir til að taka áhættur og prófa hugmyndir sínar. Hann getur verið eins einfaldur og að veita hugmyndum starfsmanna viðurkenningu og hvetja þá til að halda áfram að þróa þær. Hugsaðu um hvernig hægt er að búa til slíkan kúltúr og byggja þá nálgun inn í nýsköpunarstefnuna þína.

Frumgerðir

Á meðan mörg dæmana hér að ofan eiga við stærri fyrirtæki með djúpa vasa sem verja miklu til rannsóknar og þróunar, geta lítil og meðalstór fyrirtæki samt sinnt nýsköpun. Að búa til frumgerð (e. prototype) er frábær leið til að kanna hugmyndir og þróa þær áfram. Frumgerðir má nota til að fá endurgjöf frá viðskiptavinum og bæta hugmyndina, breyta henni eða hætta við hana áður en of miklum fjármunum er varið í óþarfa verkefni. Eric Ries kynnti til sögunnar Minimum Viable Product í bók sinni “Lean Entrepreneurship” sem hægt er að kaupa á Amazon. Þar kynnir hann leiðir til að sannreyna og þróa frumgerðir áfram í einfaldar vörur sem mæta þörfum viðskiptavina.

Framkvæmd nýsköpunar

Höfundarnir Collins og Porras (1995) draga saman niðurstöður sínar frá 3M og leggja til 5 lykilaðferðir sem öll fyrirtæki geta tileinkað sér.

Spreyttu þig – vertu fljótur

Hafðu ferli sem leyfir þér að prófa marga mismunandi hlut og halda í það sem virkar í raun og veru. Lykillinn er að framkvæma og halda áfram að prófa eitthvað nýtt.

Fyrirgefðu mistök

Lærðu af mistökunum og haltu áfram. Mistök eru stór hluti af nýsköpun, án áhættu er engin nýsköpun og verkefnin ganga ekki alltaf upp. Þið lærið af öllu sem þið gerið, mistökum og árangri líka.

Taktu lítil skref

Framkvæmdu tilraunir, en í litlu sniði. Þegar eitthvað lítur vel út, gríptu tækifærið og þróaðu það lengra. Með þessari aðferð nærðu að gera helling af ódýrum tilraunum sem búa til stórt safn af mögulegum sigrum.

Gefðu fólki rými

Án frumkvöðla verða engar tilraunir. Án tilrauna er enginn árangur og engin mistök. Fólk þarf tíma, rými og öryggi til að standa í tilraunastarfsemi.

Verklag og ferlar

Hvernig beislar maður sköpunarkraftinn? Það getur ekki gerst af tilviljun einni samri. Fyrirtæki þurfa að vera með ferla, verklag og stjórnkerfi sem styðja við sköpunarkraftinn og styðja við frumkvöðlana.

Að lokum

Að útfæra nýsköpunarstefnu er frábær leið til að tryggja samkeppnisforskot sitt eða verja markaðsstöðu í þeirri framþróun sem á sér stað í dag. Án þess að hugsa um samkeppnina lenda fyrirtæki eftirá og verða heppileg skotmörk fyrir áhættusæknari minni fyrirtæki sem geta tekið framúr þeim án þess að neinn taki eftir, sjá til dæmis Netflix og Blockbuster.

Lestu líka um Nýsköpun og nýsköpunarstefnu

Við hjá Coremotif þekkjum stefnumótun í þaula og getum aðstoðað þig við að móta þér nýsköpunarstefnu til að verja markaðsstöðuna þína, sækja á nýja markaði eða setja nýjar vörur í loftið. Við erum alltaf til í samtal, svo ef þú heldur að nýsköpun gagnist fyrirtækinu þínu ekki hika við að vera í sambandi.