Þjónusta eða vara

Flokkunarfræði fyrir bussinessfólk

Þú ert frumkvöðull, þú stofnaðir fyrirtæki og ert að selja nýsköpunina þína. Viðskiptavinurinn spyr hvort þú seljir vörur eða þjónustu. Þú klórar þér í höfðinu og spyrð þig “Hver er munurinn á þjónustu eða vöru?” Það eru margar skilgreiningar en mér líkar þessi best:

Vara er einhverskonar hugtak eða hlutur þar sem einhver á. Eignarhald vöru flyst frá seljanda til kaupanda þegar hann greiðir fyrir vöruna. Lykilatriðið hér er flutningur á eignarhaldi.

Þjónusta er eitthvað sem hjálpar viðskiptavininum að ná markmiði án þess að taka á sig ákveðin kostnað eða áhættu. Þjónusta gerir eitthvað fyrir einhvern og engin tilfærsla á eignarhaldi á sér stað. Þjónusta getur til dæmis mótað vöru eða hlut sem viðskiptavinurinn á nú þegar.

Við erum hér með tvær mjög mismunandi skilgreiningar, og það sem aðgreinir þær er tilfærsla á eignarhaldi. Ef þú ferð í banka, og þú getur fengið sparibauk eða innlánsreikning. Sparibaukinn átt þú og þú getur farið með hvert sem er og ráðstafað honum eins og þú vilt, reikningurinn hinsvegar er bundinn við bankann, bankinn á reikningsnúmerið og mun endurnýta það þegar þú hættir í viðskiptum. Þú getur ekki tekið reikningsnúmerið með þér, þessvegna er bankareikningur þjónusta. Þú greiðir fyrir þjónustuna með vaxtamismuninum sem bankinn hefur af innistæðunni þinni (hann getur lánað peningana þína áfram á hærri vöxtum en hann greiðir þér).

Jón Grétar Guðjónsson