Er stefnumótuð hugsun hluti af starfi þínu?

Hvað skiptir máli í nýsköpun

Algeng kvörtun meðal stjórnenda í dag er að þau eyði mjög miklum tíma í að tækla léttvæg vandamál og hafi því ekki tíma til að einbeita sér að stóru myndinni. Í nýlegri rannsókn sem gerð var á yfir 2700 stjórnendum á yfir 10 ára tímabili svöruðu 67% aðspurðra að þau væru að berjast við að losna við vinnu frá fyrri hlutverkum. Meira en helmingur þeirra (58%) sögðust vera þátttakendur í ákvörðunum sem undirmenn þeirra ættu að taka. Þetta bendir til þess að stefnumótuð stjórnun sé ekki til staðar.

Rick Horwath, forstjóri Stofnunar Stefnumótandi Hugsunar, komst að því í rannsókn sinni að 44% stjórnenda eyða stórum hluta tíma síns í að berjast við elda. Nánast allir stjórnendur (96%) sögðu að þá skorti tíma til að sinna stefnumótandi verkefnum, því þau væru upptekin við að slökkva elda. Stefnumótandi stjórnun er of lítill hluti af daglegu starfi stjórnenda. Hér eru þrjár hagnýtar leiðir til að hjálpa stjórnendum að tileinka sér stefnumótandi stjórnun. Hvernig á að vera hægt að koma stefnumótaðri hugsun á ef fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað stefnumótuð hugsun er?

1: Hverjar eru stefnumótandi kröfur starfs þíns.

Forstjóri íslensks fyrirtækis vildi auka skilvirkni í rekstri. Fyrirtækið hafði vaxið mikið síðustu ár og skilvikni hafði minnkað eins og algengt er í kjölfar mikilla ráðninga og aukinna umsvifa. Þegar fyrirtækið var minna sinnti forstjórinn sölu og markaðsstörfum ásamt daglegum rekstri. Þrátt fyrir að hafa ráðið millistjórnendur og sölufólk varði hann sama tíma í fyrri störf því hann var svo úrráðagóður. Stjórn fyrirtækisins hafði þó úthlutað honum verkefni til að minnka kostnað og yfirvinnu, ásamt því að koma fyrirtækinu í nútímanlegri upplýsingastefnu svo virðiskeðjan yrði einfaldari”. Þegar spurður hversu miklum tíma hann varði í stefnumótun, áttaði hann sig á hversu litlum tíma hann varði til að breyta einmitt þessu.

Saman ákváðum við að einfalda virðiskeðjuna, auka áherslu á þau skref sem auka virði fyrir viðskiptavini og fjarlægja skref sem gera það ekki. Einnig var séð til þess að millistjórnendur og sérfræðingar hefðu það umboð sem þeir þyrftu svo að hann þyrfti ekki að vera til staðar og halda í hendina á samstarfsfólki sínu á öllum fundum, heldur gat hann því einbeitt sér að því sem skipti hann mestu máli, auka skilvirkni.

Því miður fyrir of marga stjórnendur, er tenging milli hlutverks þeirra og framlags til stefnumótunar, ekki augljós. Samkvæmt rannsóknum Roger Martins geta 43% stjórnenda ekki lýst stefnu fyrirtækis síns. Stjórnendur sem hafa minni yfirsýn, þurfa að leggja meira á sig til að skera út mun milli hlutverks síns og áhrifum þess á stefnu fyrirtækisins. Í sumum tilvikum er um að ræða uppsöfnun af slæmum ávönum sem koma í veg fyrir stefnumótandi hugsun og stjórnendur forðast að horfa í augu við þær breytingar sem eru nauðsynlegar.

2: Mældu árangur og notaðu gögnin til að verða færari.

Þegar búið er að ákvarða hversu miklum tíma stjórnandi á að verja til stefnumótandi stjórnunar, þurfa úrræði að vera í samræmi við það framlag. Það að aðlaga fjárhagsáætlanir og deildir með sameinaðri stefnu er mun erfiðara því fleiri sem þær eru. Þetta er algengt einkenni þar sem vantar yfirsýn. Oft fer mestur tími í að laga það sem talið er vera bilað, í stað þess að eyða meira púðri í það sem virkar best. Góðir stjórnendur sem hafa tileinkað sér stefnumótandi stjórnunarhætti vita hvernig hægt er að mæla árangur, hvað er hægt að mæla og nota síðan hvernig á að nota gögnin til öðlast yfirsýn og skilning á því hvað er að virka og hvað ekki. Þannig getur fyrirtæki þeirra still af og einbeitt sér að því sem er að virka og hætt því sem virkar ekki og þannig skarað framúr og öðlast samkeppnisforskot á markaði. .

3: Stefnumótuð yfirsýn krefst bæði félagslegs og andlegs hæfileika þátttakenda

Til að starfsfólk tileinki sér stefnu framkvæmdastjórnar, þurfa þau að skilja og trúa á hana. Ein rannsókn leiddi í ljós að einungis 14% starfsfólks skilja stefnu fyrirtækis sem það vinnur hjá og einungis 24% þótti stefnan eiga við um þau. Allt of margir stjórnendur telja að leiðin til að fá fólk til að skilja og tileinka sér stefnu fyrirtækisins sé að endurtaka útskýringar á Powerpoint formi með myndum úr rekstrarreikningi fyrirtækisins afritað úr excelskjali. Skilningur fólks á stefnu og skuldbinding gagnvart henni eykst þegar það talar saman á jafnaðargrundvelli um markmið sín og árangur. Fólk þarf að skilja stefnu fyrirtækisins og setja hana í samhengi við dagleg störf sín, frekar en að upplifa hana eins og verðlaunaplatta innrammaðann uppi á vegg forstjórans. Þannig festist stefnumótuð hugsun í huga starfsfólks.