Fjárhagsáætlun leysir ekki Stefnumótun af hólmi!

Það sem er sameiginlegt með hernaðarstefnu og viðskiptastefnu er að þeim eru báðum beitt í lifandi, ófyrirsjáanlegu umhverfi. Það er mun auðveldara að búa til áætlun, en að fylgja henni eftir. Eða eins og Helmuth Karl Bernard Graf von Moltke sagði: ”Engin aðgerðaáætlun getur undirbúið þig fullkomlega, áður en þú hefur mætt óvininum og fundið fyrir styrk hans”. Stjórnendur þurfa að nota stefnu á leiðbeinandi hátt, markaðurinn er lifandi og breytist hratt. Álit stjórnenda er oft skekkt því þeir telja að nákvæm fjárhagsáætlun geti komið í stað stefnumótunar, fyrir vikið eru fyrirtæki að ná miðlungs ávöxtun og vantar skýra stefnu. Þannig breytist óvissa í vissu, í huga stjórnandans, samkvæmt fjárhagsáætlun fyrirtækisins sem býr í Excel skjali í tölvunni þeirra. Mikilvægt að átta sig á að fjárhagsáætlun kemur ekki í stað stefnumótunar, stefnumótun er ekki verkfæri til að stjórna, stefnumótun er mikilvægt verkfæri til að styðjast við. Markmið stefnumótunar er ekki að útrýma áhættu, heldur að auka líkur á vænlegum árangri fyrirtækisins.

Er félagið þitt með stefnu?

Er stefna félagsins þíns skýr? Ef ekki, þá er mikilvægt að verja tíma í að skrifa hana niður með lykilstarfsfólki þínu. Hvers vegna? Það eru tvær ástæður. Sú fyrri er að miklar líkur eru á að yfirborðsgreining sem myndi annars vera falin undir yfirborðinu kemur fram. Þú gætir átt samtal við alla lykilstarfsmenn þína og talið að þau séu öll sammála. En þegar fólk sest niður og brýtur heilann um hvernig hægt sé að öðlast samkeppnisforskot kemur annað á daginn. Sú síðari er að með því að fá lykilstarfsmenn til að tala saman og velta mismunandi atburðarásum kemur ýmislegt upp á yfirborðið; hvað er hægt að gera betur? hverju á að hætta? hvað vantar uppá? Hver er besti viðskiptavinur? En versti? Eru allar deildir sammála um það?  Mikilvægt að mæla árangur starfsfólks, bæði inn- og út á við, endurspegla stefnu fyrirtækisins. Eru Lykilviðskiptavinir þínir í dag, ef til vill aðrir, en þeir sem þú vilt vera með eftir 2-5 ár? Þörf á að nota skapandi hugsun í stað rökfræðilegrar hugsunar. Eins og De Bono sagði árið 1970, skapandi hugsun er andstæða rökréttrar hugsunar. Stefna fyrirtækis þarf ekki að vera rökrétt, hægt að miða mjög hátt, en til að komast þangað þarf að beita rökfræði. De Bono kynnti til sögunnar hliðarhugsun eða lateral thinking. Mikilvægt að láta hugann reika, stefnumótun er óþekkt breyta sem ræðst í framtíðinni. Moltke átti ekki við að maður ætti ekki að vera með stefnu, heldur snýst stefnan um að vera undirbúinn og mikilvægt er að vera sveigjanlegur til að sækja á annan hátt ef svo ber við. Með öðrum orðum undirbúningur er lykill að velgengni. ”Imagination is more important than knowledge” Albert Einstein (1879-1955).

Leggðu áherslu á skipulag og helstu hagsmunaaðila

Viðskiptastefna fyrirtækis er oft virk á stjórnenda stigi, en það gleymist oft að kanna hvað viðskiptavinir eru sáttastir við. Óþarflega mikið púðri oft eytt í að eltast við einstaka deild eða starfsmann. Hverjir eru lykilviðskiptavinir þínir, ertu að sinna þeim í takt við það? Ekki vitlaust að vera með viðskiptaáætlun fyrir hvern og einn, hægt að flokka líka lykilviðskiptavini saman og sinna þeim á máta sem þjónar þeirra iðnaði best, til að tryggja að þeir leiti ekki á önnur mið.

Mæla hvernig stefna er að skila sér, temja sér stefnumótandi hugsunarhátt

Stefna fyrirtækis er ekki römmuð inn og hengd upp á vegg. Stefna fyrirtækis er lifandi skjal sem leiðbeinir stjórnendum í ákvarðanatöku varðandi rekstur félagsins. Í hvert skipti sem ég heyri stjórnendur segja að þeir séu búnir að gefast upp á stefnumótun, segir það mér að þeir skilja ekki hvað stefnumótun gengur út á. Staðreyndin um að aðstæður breytist ört er einmitt ástæða til að mæla stefnu sína og skoða reglulega hvað sé hægt að gera betur. Hversu oft? Eins oft og þarf. Til að byrja með oftar en ekki, á meðan fólk er að temja sér stefnumótandi hugsunarhátt og stefnumótandi stjórnunarhætti. Lykilatriði er að auðvelda mælingar á hvernig stefnan er að skila sér. Ráðgjafar Coremotif geta aðstoðað við að setja upp mælistikur á formi viðskiptagreindar ásamt ferlabestun til að auðvelda mælingar og tryggja að stefnumótuð stjórnun festist í sessi innan félagsins.

Moltke var ekki tengdur viðskiptaheiminum né uppi í nútímanum, samt gerði hann sér grein fyrir því að heimurinn stöðvast ekki á meðan við erum að gera áætlanir okkar um framtíðna. Hann gerði sér líka grein fyrir því að áætlun er einungis hugsuð til að styðjast við, ekki nákvæmar leiðbeiningar um hvernig gera skal. Stefnumótun gengur út á að velja og hafna, ef það er ekki samræmi við starfsemi félagsins, þá er engin stefna og sjálfbærni félagsins því engin. Stefnumótun er reyndar óþörf þegar samkeppni er engin, er félag þitt með enga samkeppni?

Ráðgjafafyrirtækið Coremotif sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf, byggt á áralangri reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu á Íslandi.

Í ár ætlum við að halda vinnustofur fyrir fyrirtæki í stefnumótaðri stjórnun, þar sem unnið er samkvæmt viðurkenndri aðferðafræði, sem hönnuð er af Roger Martin hjá Harvard Business Review.