Stefnumótun er ekki auðveld 4. hluti af 4.

Hvernig getur fyrirtæki losnað úr og forðast öryggisgildrur tengdar stefnumótun? Vandamálið á rætur sínar að rekja til andúðar fólks á óþægindum og ótta við hið óþekkta. Ein leiðin er sú að temja sér verklag sem samanstendur af þremur meginreglum.

Þrjár þumalputtareglur sem geta aðstoðað stjórnendur að losna úr eða forðast öryggisgildrurnar þrjár sem hægt er að festast í við stefnumótun fyrirtækis.

Samkvæmt þessari hugmyndafræði viðurkenna stjórnendur að afurð stefnumótunar er ekki nákvæmlega útreiknuð stærð, sem leiðir til farsællar framtíðar. Heldur er afleiðing stefnumótunar óþekkt stærð sem gengur út á að spá fyrir um hvað það er sem þú og fyrirtækið þitt viljið ná og meta hvort það sé raunhæfur möguleiki að stefna að ná þessum árangri og komast þangað sem ykkur dreymir um til að tryggja ykkur samkeppnisforskot á markaði. Stefnumótun gengur út á að taka ákvörðun, greina gögn sem mæla hvernig sú stefna er að virka, greina gögn og framkvæma aðgerðir í kjölfarið í takt við þá átt sem þið ætlið bæði til skamms tíma og langtíma.

Regla 1: Hafðu strategíu/stefnu einfalda, ekki flækja hlutina. Hvað er mikilvægast í rekstri fyrirtækis? Hvers vegna ættu viðskiptavinir að kjósa vöru eða þjónustu þína framyfir samkeppnisaðilans. Tveir valkostir sem ákvarða góðan árangur; hver er markhópur þinn og hvernig ætlarðu að höfða til hans? Hvernig ætlarðu að velja? Hvernig ætlarðu að mæla hvort vara eða þjónusta þín höfðar til hans? Hvernig ætlarðu að verða flinkari í að höfða til hans?  Gott dæmi um einfalda nálgun hér á landi er Nova, stefna fyrirtækisins var alltaf mjög skýr. Hér er má sjá skemmtilega útskýringu á 5 öflum Porters, einfaldleiki er góður. Ef stefnan er skýr, þá á fólk auðveldara með að skilja hvað þarf að gera til að komast þangað.

 

Regla 2. Viðurkenna að strategía gengur ekki út á nákvæmni. Stjórnin vill helst að strategía sé nákvæm og spágildi um hvernig kostnaðarbókhald næstu ára sé mjög nákvæmt út frá rekstri. Í ljósi þess að stefna snýst um tekjur, ekki kostnað þá er ekki hægt að vera mjög nákvæmur. Aftur á móti er hægt að sjá fyrir helstu hættur, temja sér stefnumótaða stjórnun og mæla árangur og nota gögnin til að rétta stefnu af. Hvað er viðskiptavinur ánægðastur með? Hvað er hann óánægðastur með? Stjórnin þarf að átta sig á að stefnan er áfangi sem þarf að vinna að, ekki spá nákvæmlega fyrir um. 

Regla 3. Rökin fyrir ákvörðunartöku þinni þurfa að vera skýr, ekki flækja málin. Hvernig ætlar þú að sannprófa hvort stefnan sé að virka eða ekki? Hver er þróun iðnaðarins? Hvað eru samkeppnisaðilar að gera? Hvað ætlarðu að mæla? Hvernig færðu fólkið til að skilja stefnuna? Hvernig stjórnendur viltu vera með? Hversu góða stjórnendur er fyrirtæki þitt með núþegar? Hvað einkennir góðan stjórnanda?  Hvernig færðu viðskiptavininn til að segja þér hvað er gott og hvað er ekki gott? Ætlarðu að þróa nýja vöru? Hvað ætlarðu að gera og hvernig?

Um að gera að skrá allt niður og læra af mistökum sínum, þannig aukast líkur á að stefnan leiðréttist. Hvað virkar, hvað ekki. Ef þú ætlar að herma eftir samkeppnisaðilanum, þá muntu aldrei ná samkeppnis-forskoti. Það getur vel virkað, þá skaltu líka vera með stefnu eða strategíu sem kveður svo á. Ef stjórnendur temja sér stefnumótaða stjórnun og fara eftir þessum reglum, þá mun ótti þeirra við að fara á stefnumót við óvissuna, sem stefnumótun vissulega er, minnka. Fin

Stefnumótun er ekki auðveld (hluti.1)(hluti.2)(hluti.3)