7 ráð til að tryggja að Stefnumótun takist!

Þegar Stefna hefur verið ákveðin og þú búinn að fá stjórnina til að viðurkenna að afurð stefnumótunar er ekki nákvæmlega útreiknuð stærð, heldur óþekkt stærð. Því markmiðið er ekki að útrýma áhættu, heldur auka líkur á árangri, sem leiðir til samkeppnisforskots. Hvernig ætlar þú þá að tryggja að starfsfólkið þitt skilji Stefnu fyrirtækisins? Hvernig ætlar þú að fá starfsfólkið til að skrá árangur sinn til að fylgja Stefnu eftir? Varaðu þig, ekki festast í öryggisgildru!

Bezta nálgunin er að fá starfsfólkið til að skilja Stefnu fyrirtækisins og setja sér sín takmörk sjálft, auðvitað í samráði við sinn næsta yfirmann.

Árangur verður að vera:

  • Í samræmi við markmið og skýra Stefnu fyrirtækisins.
  • Takmark, sem á að nást innan ákveðins tímaramma.
  • Auðmælanlegur eftir tímabilum.
  • Eyrnamerktur ákveðnum eiganda, sem er ábyrgur fyrir sínu takmarki.

Eftirfarandi eru dæmi um mismunandi gerðir af mælanlegum árangri í Stefnu fyrirtækis:

  • Skilvirkni mælingar snúa að miklu leyti að framleiðni og hagkvæmni; mæld sem hlutfall af útkomu á aðföngum.
  • Þjónustustaðlar eru mikilvægir til að sjá hvort þjónustan/varan sé að verða betri
  • Gæðamælingar er sýna framfarir, er varða nákvæmni, áreiðanleika, kurteisi, hæfni, svörun og auðsveipni. Dæmi um gæði ráðstafana eru fjöldi úttekta með engum niðurstöðum eða innan við vikmörk sem gefin eru.
  • Verkefnamælingar sýna framfarir á verkefnaferli; oft mælt í prósentum.

Stundum eru mælingar mjög augljósar, eins og til dæmis fjöldi nýrra viðskiptavina. Stundum eru þær alls ekki augljósar og þá er gott að spyrja sig:

  • Hvers vegna erum við með þessi markmið?
  •  Hvað olli aukinni sölu?
  • Hver er möguleg ástæða betri rekstursgrundvallar?
  • Hvað veldur aukningu á markaðshlutdeild?
  • Hvað veldur meiri ánægju viðskiptavina?
  • Hvað veldur meiri ánægju starfsmanna?

Að ákveða hvaða mælikvarði hentar bezt getur verið erfitt, sérstaklega þegar breytur að baki árangurs eru ólíkar milli deilda, þar sem hlutverk, tölvukerfi og áherslur eru mismunandi. Við hjá Coremotif viljum ólmir hjálpa þér að skrá og skipuleggja Stefnu fyrirtækis þíns og útbúa mælaborð svo hægt sé að fylgjast með hvernig Stefna fyrirtækisins er að skila sér. Stefnumótun er sífelld vinna, fyrirtækið er lifandi, umhverfið breytist og því mikilvægt að bregðast við með því að hafa Stefnu fyrirtækisins lifandi einnig. Mikilvægt að læra af mistökunum, einblína á það sem virkar vel og hætta eyða tíma í það sem virkar illa eða ekki.